Pages

Tuesday, November 8, 2011

Góða Kvöldið

Jæja, þá er kominn tími til að slétta úr klaufunum og blogga aftur :D

Var að koma af fótboltaæfingu og það var í raun bara fínt, nema hvað að ég varði ekki skít ( Gleymdi að greina frá því en ég æfa fótbolta og er í marki).

Bjarki tók viðtal við mig í dag varðandi Japan ferðarinnar miklu, macho spennandi og er núna að bíða eftir nýjum passa og blóðprufu.

Ég þarf að fara í sturtu,

Veit í raun ekki hvað ég get skrifað meira um í bili, verð bara að skrifa eitthvað extra langt næst :D

Stefnir Ægir

Friday, November 4, 2011

Fin ekkert fínt nafn núna

Sæl öll :D

Jæja, veislan hjá ömmu og afa búin :D það var mikið fjör, ágætis matur þjónustan ágæt líka :D
Þau bæði mjög hress og voru afskaplega ánægð að sjá okkur öll þarna samankomin.

Ég er búinn að vera með þetta : http://www.youtube.com/watch?v=8UVNT4wvIGY
lag á heilanum í alla viku, Gotye - Somebody that I used to know, mjög gott lag, aðeins of gott fyrir minn smekk.

Ég er byrjaður að lesa TinTin bækurnar á ensku og eru þær furðulega góðar, skemmtilegt.

Það eina sem ég hugsaði í dag var : "Ég verð að blogga um þetta, ég verð að blogga þegar ég kem heim" en síðan þegar ég er byrjaður man ég ekki hvað í fjandanum var svona sniðugt þá. Fer alveg með mann að reyna að muna eitthvað svona.

Alltaf spennandi með Japan ferðina miklu, allir í fjölskyldunni vita af þessu núna og eru flestir mjög spenntir fyrir mína hönd, er í augnablikinu að bíða eftir svari frá Afs í Japan og svar frá einhverri fjölskyldu, krossum fingrum fyrir því :D

Bless þá :D

Stefnir Ægir Stefánsson

Allt í gúddi

Sæl öll :D

Ég vil byrja á að hallmæla Apple fyrirtækinu, tölvurnar eru dýrar og eru í raun ekkert svo góðar:/ the thruth hurts.

En í dag er ekki skóli hjá mér vegna þess að amma mín og afi eiga brúðkaupsafmæli, glory glory.
Svo við brunum í bæinn og fáum okkur fínt að borða og eitthvað meira skemmtilegt.

Umsóknin mín sem skiptinemi gengur vel, frumumsókn hefur verið staðfest, gott að heyra það :D Er búinn að láta umsjónarkennaran minn og aðstoðarskólastjóra um að fylla út 2 bls um mig :D Bíð spenntur eftir því.

Fínt að blogga svona, hef aldrei verið neitt spenntur fyrir þessu, en núna þegar ég er að byrja þá er þetta í raun mjög gaman :D Því að þeir sem lesa þetta, lesa af fúsum og frjálsum vilja :D

Ég held ekki að þetta verði þá neitt lengra en svo :D

Bless
Stefnir Ægir :D

Thursday, November 3, 2011

Fyrsta skiptið.

Sæl öllsömul :D

Ábyggilega of snemmt að segja öllsömul, því að þegar ég skrifa þetta hafið þið sennilega ekki hugmynd um tilveru þessa bloggs. :D

En nafn mitt er Stefnir og þetta mun vera fyrsta skiptið sem ég blogga, vonandi ekki síðasta hehe :D

Ég er 17 ára og bý á Hvanneyri, ég á bíl og bílpróf og léttir það tilveruna mikið :) Ég er í Menntaskóla Borgarfjarðar sem er
nýlegur skóli, hann opnaði 2007 minnir mig. Fínasti skóli, nema hvað að þessar bölvaðar Macbook tölvur hjá þeim eru eldgamlar, er viss um að Amma mín væri fljótari að skrifa niður það sem ég segi en þessi bölvaða drusla, jæja, maður verður að vera jákvæður :D

Ég sótti nýverið um sem skiptinemi og langar mig að fara til Japan ! :O
"Japan ? Afhverju í ósköpunum Japan?" hugsa örugglega margir núna, en mér finnst kúlturinn mjög spennandi og ekki síður tungumálið :D Allt öðruvísi en ég hef kynnst.


Ætli ég láti þetta ekki bara duga svona í tilefni þess að þetta er fyrsta skiptið.
Læt meira fylgja um sjálfan mig næst

Adios :D
Stefnir Ægir

Ps. Afsakið allar stafsetningar- og málfarsvillur :D