Friday, November 4, 2011

Fin ekkert fínt nafn núna

Sæl öll :D

Jæja, veislan hjá ömmu og afa búin :D það var mikið fjör, ágætis matur þjónustan ágæt líka :D
Þau bæði mjög hress og voru afskaplega ánægð að sjá okkur öll þarna samankomin.

Ég er búinn að vera með þetta : http://www.youtube.com/watch?v=8UVNT4wvIGY
lag á heilanum í alla viku, Gotye - Somebody that I used to know, mjög gott lag, aðeins of gott fyrir minn smekk.

Ég er byrjaður að lesa TinTin bækurnar á ensku og eru þær furðulega góðar, skemmtilegt.

Það eina sem ég hugsaði í dag var : "Ég verð að blogga um þetta, ég verð að blogga þegar ég kem heim" en síðan þegar ég er byrjaður man ég ekki hvað í fjandanum var svona sniðugt þá. Fer alveg með mann að reyna að muna eitthvað svona.

Alltaf spennandi með Japan ferðina miklu, allir í fjölskyldunni vita af þessu núna og eru flestir mjög spenntir fyrir mína hönd, er í augnablikinu að bíða eftir svari frá Afs í Japan og svar frá einhverri fjölskyldu, krossum fingrum fyrir því :D

Bless þá :D

Stefnir Ægir Stefánsson

No comments:

Post a Comment