Thursday, November 3, 2011

Fyrsta skiptið.

Sæl öllsömul :D

Ábyggilega of snemmt að segja öllsömul, því að þegar ég skrifa þetta hafið þið sennilega ekki hugmynd um tilveru þessa bloggs. :D

En nafn mitt er Stefnir og þetta mun vera fyrsta skiptið sem ég blogga, vonandi ekki síðasta hehe :D

Ég er 17 ára og bý á Hvanneyri, ég á bíl og bílpróf og léttir það tilveruna mikið :) Ég er í Menntaskóla Borgarfjarðar sem er
nýlegur skóli, hann opnaði 2007 minnir mig. Fínasti skóli, nema hvað að þessar bölvaðar Macbook tölvur hjá þeim eru eldgamlar, er viss um að Amma mín væri fljótari að skrifa niður það sem ég segi en þessi bölvaða drusla, jæja, maður verður að vera jákvæður :D

Ég sótti nýverið um sem skiptinemi og langar mig að fara til Japan ! :O
"Japan ? Afhverju í ósköpunum Japan?" hugsa örugglega margir núna, en mér finnst kúlturinn mjög spennandi og ekki síður tungumálið :D Allt öðruvísi en ég hef kynnst.


Ætli ég láti þetta ekki bara duga svona í tilefni þess að þetta er fyrsta skiptið.
Læt meira fylgja um sjálfan mig næst

Adios :D
Stefnir Ægir

Ps. Afsakið allar stafsetningar- og málfarsvillur :D

No comments:

Post a Comment