Monday, March 12, 2012

Konnichiwa

Kæra fólk

Það mun margt gerast á næstu 10 dögum hjá mér.
1. Árshátíð
2. Kaupa dót og ýmislegt fyrir ferðina út.
3. Út.

Ætla að byrja á Árshátíðinni þar sem hún er næst okkur í tímaröðinni.
Hún verður núna á fimmtudaginn og hlakkar mig gríðarlega til, hún er skipulögð af glæsilegu fólki, það eru allavega sumir þarna að gera glæsilega vinnu, nefni engin nöfn. Þar verður góð þriggja rétta máltíð sem verður étin með bestu lyst, krossum fingur. Eftir það er svo ball, man ekki í skrifuðum orðum hver spilar, en það eru ábyggilega einhverjir ágætir, fyrst Þeir voru nú fengnir í fyrsta lagi.

Kaupa dót.
 Þessi liður er mjög mikilvægur, því ég get náttúrulega ekki verið að fara allslaus þangað út í heim, það þarf að kupa föt og skó og allskonar drasl. Fer í bæinn á föstudag með Eyrúnu og við ætlum að skoða þetta saman, hlakka til.

ÚT.
Var ég nokkuð búinn að nefna ferðaáætlun við ykkur? Ekki? Fínt, ég legg af stað út á Keflavíkur flugvöll klukkan sirka 3 um nóttina 20. mars, þá tekur við grátleg stund þar sem ég kveð ástvini mína, og síðan er skoðun, til að sjá hvort þeir finni eitthvað glæfralegt á mér, krossum fingur hér líka. Síðan tekur við smá bið með Lísu, stelpan sem fer með mér út, og síðan "boardum" við flugið svona um 7 hálf 8 leytið, myndi ég halda. Þá fljúgum við til Köben, þar sem við bíðum í 2- 3 tíma, ekki slæmt að vera altalandi dönsku maður, og þaðan til Narita airport sem er aðeins fyrir utan Tokyo svæðið. Þar lendi ég 21. mars klukkan 10:40, staðaltími, vil taka það fram að mismunur er +9 tímar. Síðan fæ ég sennilega að fara á hótelherbergi að hvíla mig eftir þessa flugferð og eftir það tekur við komunámskeiðið fræga. Þar kynnumst við hinum skiptinemunum, með því að fara í allskonar leiki og nafnaköll og þvílíkt húllumhæ. Þar verð ég svo í 2 daga, ég er ekki viss hér, en ég held ég fari með lest eða rútu til Tokyo þar sem ég, á endanum, hitti fjölskylduna mína.

En þetta var smávegis um það sem ég er að fara að gera á næstu dögum.
Við heyrumst svo þegar ég er komin út.

Stefnir Ægir

Friday, March 9, 2012

Langt síðan síðast

Heil og sæl.

Ég skrifa til ykkar frá Stykkishólmi, en þar er ég næturvörður í augnablikinu til að reyna að efla smá pening áður en ég fer til Japan eftir 10 daga.
Ég er kominn með fjölskyldu í Japan og verð á Tokyo svæðinu, nánar tiltekið Nerima. Ég hlakka alveg hreint svaðalega í þetta enda mikil upplifun. Það verður að vísu sárt að missa af vinum og vandamönnum í eitt ár, en maður getur víst ekki endalaust fengið.
Núna síðastliðnar tvær vikur hef ég verið að vinna við alls kyns störf hjá frænda mínum. Ég hgef lagt parkett, ég hef sett saman rúm, málað hótelgangi og verið næturvörður. Erfiðast finnst mér þó að snúa sólarhringum við tvisvar á mjög stuttum tíma, því ég þarf að snúa honum við á föstudags kvöldið, þá er ég frá 21:00 til 09:00 og laugardags kvöld/nótt líka, síðan tekur við vinna klukkan 08:00 stundvíslega á mánudagsmorgun, LOVEIT. Þetta er mjög gaman, kynnist fullt af nýju og spennandi fólki og fýla það vel. Fékk bréf í dag frá fjölskyldunni minni úti frá Japan, ég er að pæla í því að hringja í þau, veit bara ekki hvort það sé kurteisi eða ekki, senti þeim bréf hérna um daginn. Vona bara til einhvers að þau fái það áður en ég kem út.
Í augnablikinu er klukkan hálf 8 og ég þarf að fara að gera morgunverðarhlaðborðið tilbúið.
CHAIO