Friday, March 9, 2012

Langt síðan síðast

Heil og sæl.

Ég skrifa til ykkar frá Stykkishólmi, en þar er ég næturvörður í augnablikinu til að reyna að efla smá pening áður en ég fer til Japan eftir 10 daga.
Ég er kominn með fjölskyldu í Japan og verð á Tokyo svæðinu, nánar tiltekið Nerima. Ég hlakka alveg hreint svaðalega í þetta enda mikil upplifun. Það verður að vísu sárt að missa af vinum og vandamönnum í eitt ár, en maður getur víst ekki endalaust fengið.
Núna síðastliðnar tvær vikur hef ég verið að vinna við alls kyns störf hjá frænda mínum. Ég hgef lagt parkett, ég hef sett saman rúm, málað hótelgangi og verið næturvörður. Erfiðast finnst mér þó að snúa sólarhringum við tvisvar á mjög stuttum tíma, því ég þarf að snúa honum við á föstudags kvöldið, þá er ég frá 21:00 til 09:00 og laugardags kvöld/nótt líka, síðan tekur við vinna klukkan 08:00 stundvíslega á mánudagsmorgun, LOVEIT. Þetta er mjög gaman, kynnist fullt af nýju og spennandi fólki og fýla það vel. Fékk bréf í dag frá fjölskyldunni minni úti frá Japan, ég er að pæla í því að hringja í þau, veit bara ekki hvort það sé kurteisi eða ekki, senti þeim bréf hérna um daginn. Vona bara til einhvers að þau fái það áður en ég kem út.
Í augnablikinu er klukkan hálf 8 og ég þarf að fara að gera morgunverðarhlaðborðið tilbúið.
CHAIO

No comments:

Post a Comment