Pages

Friday, September 7, 2012

Athyglisvert




Undanfarið hef ég ekki lagt nógu mikin metnað í bloggin mín, svo núna ætla ég að leggja meira á mig og reyna að skrifa lengra og betra blogg!
Verði ykkur að góðu.


Sumarið er brátt á enda, og ég get varla lýst gleði minni yfir því! Það var erfitt, heitt og rakt! Það var erfitt að sofna rennandi blautur í svita, rúllandi um í rúminu, með lokuð augu og mýflugur útum allt að sjúga lífið úr löppunum á þér! En ég lifði þetta af. Hunger Games hvað?! Eyðið sumar í Tókyó, gangi ykkur vel!
Það gerðist þó margt ánægjulegt í sumarfríinu, eins og AFS ferðin til Ooshima, þó að hún hafi verið pínu leikskólaleg. Karate gashiku ( þýðir æfingaferð innan klúbbsins), erfið en skemmtileg upplifun. Að vinna ekki þetta sumar, heldur að æfa í karate og leika mér bara alla daga, er ný upplifun fyrir mig. Ekki það að ég kvarti, þetta hefur verið indælt! Svo öll þau ótal skipti sem ég hitti Gústav. Fuji ferðina mikla, sem var ótrúleg. Ég gleymdi líka að segja ykkur frá  "ræðukeppnunum", þetta var svona AFS dót, sem ég tók þátt í. Þetta var nú ekki ræðukeppni í sjálfu sér, því það vann enginn. Í huga mínum var ég samt vinningshafinn... Og engar smá gjafir sem vinningshafinn fékk! En nóg um það!

Ég hef aldrei verið mikið að reyna að miðla hvað mér finnst um drauga og svona dót yfir á annað fólk, en núna er ég bara að skrifa það sem mér finst, og þið veljið svo og hafnið, eftir því hvað hentar ykkur, svo ég ætla aðeins að skrá niður smá sem hefur verið að gerast undanfarið.
Þetta byrjaði allt klukkan 3 um nóttina í sumarfríinu, ég var að lesa og hafði það bara mjög huggulega. Ég lá í rúminu og var orðinn smá þreyttur, en ætlaði að lesa aðeins meira. Nú hugsa sumir, "Guð minn Stefnir, farðu að sofa drengur", "Æjji,,,, bíttíðig".
Ég var semsagt að lesa og heyrði ekki nein fótskref eða neitt, og ef maður vill komast að herbergishurðinni minni án þess að nokkuð heyrist er það ómögulegt! Parkettið hérna er eins og samansafn af sprengjum! Á daginn heyrist bara það venjulega parkett hljóð, á nóttinni, þegar ég ætla að skjótast niður í eldhús að fá mér að drekka, því ég er ekki með vask í herberginu, verð ég svo sannarlega að passa mig, Það liggur við að ég hringi í Tom Cruise og biðji um búnaðinn sem hann notaði þegar hann lék í Mission Impossible. Ég tek eitt skref : BAAAM! "Andskotinn, getur þetta bölvaða parkett ekki þagað einu sinni?", annað skref " BUUUUM", "Aejji, ég gefst upp",,,, BUM, BAM, BAUM,BAEN. Þangað til ég kemst niður, búinn að vekja alla í nágreninu, vegna þess mig langaði í vatnsglas. Nóg um næturferðir mínar hinsvegar.
Ég lá í rúminu, var að lesa, og allt í einu heyrist, "Iiiirrrihiiii", ég leit upp, og sá húninn á hurðinni minni færast hægt og rólega niður, hjartað í mér fraus. "Shit," hugsaði ég og hreyfði mig ekki. Ég leit bara á húninn færast niður. Á endanum var hann alveg niðri, hurðinn opnaðist örlítið, rétt svo nóg til að líta inn í hornið á herbergin, en ekki rúmið, þar sem ég lá, síðan lokaðist hurðin hægt aftur og húnninn færðist upp.
Ég sat lamaður í rúminu, með bókina á maganum, eftir að hafa misst hana úr höndunum. Ég vissi hreinlega ekki hvernig ég átti að höndla þetta, svo ég byrjaði aftur að lesa. Leit hinsvegar nokkuð oft á hurðina, bara til að vera viss um að ekkert væri á seyði. Það sem kom mér líka á óvart var að eftir að hurðin lokaðist, heyrðist ekkert. Engar sprengjur í parkettinu,,,
Síðan gerðist annað skrítið um daginn. Ég og fósturmamma mín vorum ein heima, ég var uppi í herbergi að lesa aðeins, var með kveikt á ljósinu, því að úti var myrkur. Áður en ég stökk niður til að spyrja fósturmömmu mína að einhverju, leit ég við og sá að ljósið var kveikt í herberginu mínu, ég gerði ekkert í því, stökk niður og var þar í 5 min cirka. EN! Þegar ég kom upp aftur var búið að slökkva ljósið. Ég leit inn í herbergið og hugsaði, "Huh, skrítið, ég skildi ljósið eftir kveikt".
Þetta er nú samt gott hús, og ég veit ekki til þess að þau hafi byggt það á fyrrverandi indjána kirkjugarð, svo ég anda aðeins léttar.

Ég fór, fyrir ekki svo löngu síðan, að kíkja á Stefán Sendiherra. Hann var ferskur maður um sextugt, með grásprengt hár, gott orðaval og viðlíkanlega persónuleika. Hann hefur verið sendiherra í Japan síðan ágúst 2008, þrátt fyrir það, kann maðurinn ekki mikla japönsku. Það þarf kannski ekki.
Hann bauð okkur upp á kaffi og vatn, mjög indælt. Við töluðum um notkun vatns á Íslandi, og hvernig það gæti stór breytt Japan, til hins betra. Þetta var umræðuefni sem ég hafði ekki beint mikinn áhuga fyrir, en þetta var umræðan sem var í gangi, og mér fanst ekki beint pennt að rétta úr mér og spyrja: "Jæja Stebbi, hvað er það villtasta sem þú hefur gert?". Það lá einhvern veginn ekki við.
Við töluðum saman í rúman klukkutíma, og mér fanst lúmskt ánægjulegt að tala íslensku aftur. Við kvöddum Sendiherran og löbbuðum af stað heim, eftir að hafa tekið nokkrar myndir.

Á leiðinni heim, hinsvegar, komum við í "Sengaku-ji". Nú hugsa þeir sem ekki lærðu japönsku í grunnskóla, "Hvað er drengurinn að bulla? Er þetta eitthvað DingDong?", nei, þetta er ekki DingDong. Þetta er klaustur þar sem miklir menn eru lagðir til hvíla. Ég skal útskýra aðeins fyrir ykkur.
Um daginn las ég bók sem heitir "47 Ronin", eða fjörutíuogsjö Ronin. Ronin er meistaralaus samurai. Það vita allir hvað Samuraiar voru, það hugsar hvert einasta barn,sem veit pínu um Japan,þegar hann er aðspurðu hvað hann veit, þá er svarað : "Ninjur og Samuraiar koma þaðan!" gott. Samuraiar voru fágaðir bardagamenn undir stjórn einhvers herra. En ekki voru þeir aðeins bardagamenn, heldur áttu líka að æfa Shodo, sem er leið til að skrifa kínversk tákn, með pensl. Semja ljóð og allskonar. En það var mikill herra í grennd við Kyoto sem hataði Edo (Edo var einu sinni það sem í dag kallast Tókíó), það sem hann hataði við Edo var hvernig þeir klæddu sig, hvernig þeir máluðu sig þar, hávaðan og stressið. Þessi Herra, þurfti þó, vegna þess að hann var herra yfir miklu landi, fara til Edo nokkrum sinnum á ári, til að tala við Shogun (Shogun var stríðsherran í Japan þá, leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mig) um eitthvað. Hinsvegar var einn maður í Edo sem var undir Shogun, nefndur Kira. Kira þessi var óheiðarlegur maður og villti alltaf meiri pening í budduna. Hann kúgaði alla sem hann gat, en það gat hann vegna þess að til að tala við Shogun, þurfti maður að panta tíma hjá þessum Kira (auðveldasta leiðin til að útskýra það). Þessi herra hinsvegar var heiðarlegur, og ætlaði sko ekki að láta neinn pening í vasan á Kira. Kira var orðinn mjög stressaður, því ef einn berst á móti, er von á að fleiri berjist á móti, og þá er ekki meiri aukapeningur.
Kira hitti á herran við formlega athöfn þar sem allir hinir herrarnir voru, og Shogun líka. Kira fór að Herranum og móðgaði hann hryllilega. Eftir að hafa traðkað á heiður Herrans, dró Herran fram sverðið sitt og hjó í Kira, Kira datt niður og Herran var tekinn í varðhald. Vegna þess að hann átti land, fékk hann að framkvæma Seppuku (Eða fyrir ykkur sem kalla það Hara Kiri, þá er það nákvæmlega það sama, munurinn er að Japanar segja Seppukku. Útlendingar segja yfirleitt Hara Kiri), hann framkvæmdi það og allir samuraiarnir undir honum urðu reiðir og hefnigjarnir. Þeir stofnuðu strax til samtaka til að drepa Kira, en til að vera ekki of augljósir biður þeir í 2 ár.
Önnur ástæða fyrir því að þeir biður er að Kira var í kastala Shogun, að vinna, en eftir 1 ár var hann leystur af störfum, og fluttur í lítið þorp, hann fékk þó lítinn kastala og menn til að vernda hann.
Aðal samurainn, nefndur Ooishi, lét sig verða að fífli í Kyoto, hann drakk alltaf, fór á hóruhús, en allt til að Kira myndi hætti að njósna um hann. Og eftir 2 ár, gekk það upp.
Þeir hittust allir þá, 47 fyrrverandi samuraiar. Þeir tóku kastalan, piece of cake, huggu hausinn af Kira, og fóru til Sengaku-ji, þar sem Herran er lagður til hvíla, þrifu blóðið af hausnum og settu það á spjót fyrir framan gröf Herrans, til að sýna honum virðingu og líka svo hann gæti lagts til hvíla, endanlega.
Þeir þurftu allir að framkvæma Seppukku, en voru aðeins ánægðir með þáð, því venjulega voru það bara Samuraiar með land og mátt sem fengu að framkvæma það, en þeir voru dæmdir til þess af Shogun.
Í Sengaku-ji, eru þessir 47 menn og Herra þeirra grafðir, og ég kom við þarna um daginn til að kíkja á þetta, og votta þeim virðingu mína, með því að gefa þeim reykelsi, en það er mjög japanskt að gera það.
Eftir að ég las bókina, sagði ég við fósturmömmu mína, að mig langaði soldið að fara þangað, ég bjóst þó ekki við að hún myndi taka mig þangað svo fljótt. Og ég er afar glaður og þakklátur.

Kennarinn sem sér um og mín mál í skólanum, hefur í allri minni skólagöngu hérna úti, talað um einn sérstakan tempura stað, sem hann elskar. Hann segir alltaf: "Stefan, someday I´ll take you to that delicous tempura restaurant", síðan sleikir hann um munninn og brosir, greinilega góðar minningar þaðan. Það gerðist þó á endanum, eftir að hafa heyrt hann tala um þennan blessaða stað, sem er blessaður í hans huga, í milljón skipti, að hann bauð mér þangað.
Við hittumst við Takadanobaba og tókum Taxi.
Maturinn var góður, en ég er ungur, ég vil magn, ekki gæði. Gæðin voru þó til staðar. Staðurinn var fínlegur, ekki stór, hreinn og kokkurinn var skemmtilegur. Eldhúsið og matsalurinn var eitt, og maður gat séð kokkinn elda matinn.
Eftir matinn fórum við í Karíókí, og ég naut mín, og söng með vinum mínum í bítlunum. Söng líka "Sound of silence". Þetta var virkilega skemmtilegt. Ánægjuleg tilbreyting.

Sayounara!

Stefnir Ægir

2 comments:

  1. Þurfa núna aumingja japanarnir líka að hlusta á gaulið í þér? :*

    ReplyDelete
  2. Einhver tarf ad kenna teim ad syngja goda min ;)

    ReplyDelete