Pages

Monday, October 8, 2012


Sæl öllsömul!

Þið verðið að afsaka löngu biðina á nýju bloggi, en til að hafa eitthvað að skrifa um, verð ég að gera eitthvað. Svo núna er það endanlega komið! Og það má ekki ýta á eftir snillingum!

Skólinn er byrjaður aftur, og það er fínt!  rútinan komin í lag, og japanskan öll að bætast! Það er þó allt öðruvísi í japönsku en íslensku!


Skólinn edr byrjaður, hann byrjaði hinsvegar mjög seint, miðað við íslenska skóla, en það er jú öðruvísi system hérna. Það er svona: Skólaárið byrjar í byrjun apríl mánaðar. Síðan er sumarfrí í byrjun júlí, og það stendur fram í september. Svo gengur skólinn sinn gang þangað til í byrjun desember og þá er jólafrí! Og í byrjun janúar tekur við þriðja önnin fram í byrjun mars.
Mjög öðruvísi en kerfinu á Íslandi, en það er nú samt skemmtilegt að prófa þetta.

Veðrir hefur aðeins batnað hérna. Það er mikið skýjað og rignir mikið, en það er vísbending um að árstíðaskipti séu að eiga sér stað. Sem er gott! Ég var orðinn ótrúlega þreyttur á þessari blessuðu sól og 30 stiga hita allan tímann! Núna, sem betur fer, eru bara 25 gráður, yfirleitt, sem er mjög fínt. Er stundum í peysu, og svitna ekki lengur við það eitt að labba í skólan.
Ég er búinn að skipta úr stuttbuxum, yfir í buxur, algjörlega, og það er yndislegt!
Það var þó eitt gott við sumarið og hitann, maður svitnaði svo mikið og sérstaklega þegar ég var úti að hlaupa eða á karate æfingu, þurfti ég varla að hreyfa mig til að svitna. Sem varð að því að ég lagði ótrúlega mikið af í sumarfríinu. Ég get núna stoltur sagts vera 89 kg! En þegar ég fór frá Íslandi var ég 104 kg.  Svo ég er afskaplega sáttur með það, skal ég segja ykkur! Þá er nú spurningin hvort ég nái að halda mér þar þegar ég kem til Íslands... Sjáum til.

September áttunda, fór ég, ásamt Gústav, í Afs námskeið. Eitt af mörgum. Við fórum til Shibuya, og hittum þar stóran hóp afs skiptinema sem við þekktum báðir, og það var afskaplega gaman að hitta suma þeirra aftur! En okkur kom þó skemmtilega á óvart þegar við sáum annan, aðeins minni hóp, skiptinema frá YFU. Gaman að kynnast nýju fólki, sem er að ganga í gegnum það sama og þú. Við eignuðumst fullt af vinum þar.
Hóparnir tveir voru í fyrstu í sitthvoru lagi, því það þorði engin að brjóta ísinn, þó AFS hafi ótal sinnum reynt að troða því í hausinn á okkur, að við ættum að brjóta hann. Þegar við komum að áfangastaðnum var ekki jafn mikil spenna í loftinu og við settumst öll inn í herbergi og kynntum okkur.
Ég var sá eini frá Íslandi, en það var þarna einn danskur skiptinemi sem ég rabbaði við, á dönsku náttúrulega! Sá var hissa á því að Íslendingur gæti talað svon góða dönsku.
Síðan kom fullt af japönskum nemum og okkur var skipt í lið, tveir skiptinemar og tveir japanskir nemendur. Eini tilgangurinn var sá að við áttum að ræða kosti og galla þess að fara sem skiptinemi til annars lands, frekar tilgangslaust. Fyrir utan það að kynnast nýju fólki. Sem var mjög gaman!
Eftir "námskeiðið" fórum við, nokkrir skiptinemar út að borða. Fórum út að borða á ítölskum veitingastað. Afskaplega góður matur! Fékk í fyrsta skipti, síðan ég kom til Japan, alvöru appelsínusafa, en ekki eitthvað þykknis drasl, sem þeir selja í öllum búðum. Það var sko góður dagur! Fór heim með Gústav, eða ekki með honum heim, við vorum samleiða heim. Leiðir okkar skildu síðan við Nerima Eki. Ég fór heim og fór beint í sturtu og svo í rúmið!

Það er eiginlega þannig að sunnudagar eru einu dagar vikunnar þar sem ég get gert eitthvað annað en farið í skólan. Það eru þó yfirleitt ævintýri með Gústav eða AFS námskeið sem taka frá þá einstaka sunnudaga sem ég á. Eða, kósýdagur heima með familíunni. En það er ekkert slak hjá þeim, því það eru flestir alltaf vaknaðir klukkan hálf sex, og ég er þarna einhver Víkingur að vakna klukkan 10.... Líður bara frekar illla yfir því að vakna svona seint, en mér finnst allt í lagi að gera það, vegna þess að alla aðra daga er það 7.

Ég veit ekki hvort ég ætti að vera að skrifa þetta, en ég hef ákveðið að gera það samt. Þetta gerðist í miðjum september mánuði, ég var í rúminu mínu, að lesa bók og var að gera mig til fyrir svefnin, þegar ég heyrði einhverja konu, öskra á einhvern. Ég nuddaði svefninn úr augunum og leit út um gluggann og þá voru nágrannahjónin að rífast á fullum styrk!
Þar sem þau eru japönsk, ættu þau að vita að hvísl heyrist næstum því yfir í næsta hús, því það er allt svo þétt hérna. Þau rifust klukkan 11 um kvöldið, svo það kæmi mér ekki á óvart ef þau hefðu vakið allt hverfið. Ég náði ekki afhverju þau voru að rífast, og mér er í raun sama, en konan öskraði sko á fullum styrk!
Á endanum dó þetta þó út og þau fóru að sofa. Búin að upplýsa öllum í hverfinu um vandamál sín.

Nick, nýji skiptineminn í skólanum mínum, frá Brúney, bauð mér á hálfgert gamecon í Chiba-ken. Ég þáði boðinu með ánægju, enda mjög spenntur fyrir tölvuleikjum.
Þetta var nú meira samansafnið af feitum nördum maður!
Ég held að meðal þyngdin þarna hafi verið yfir 110 kg. og þá er ég að telja horuðu, létt klæddu stelpurnar sem voru að auglýsa básana með.
En það var gaman þarna, og margir leikir sem voru þarna. Fékk meðal annars að vera einn fyrsti Íslendingurinn að prófa FIFA 13, suck on that. Mér er samt sama um þennan leik, hann er ekkert spennandi...
Ég labbaði um og skoðaði ýmislegt drasl og dót sem þar var að finna. Mér til mikillar ónægju, var mikið af feitum nördum sem voru að drífa sig og hlupu, ef mætti kalla það hlaup, um eins og stungnir gríslingar. Þeir ýttu fólki frá sér og reyndu að komast á áfangastað eins hratt og möguleiki var. Því miður voru þeir ekki tilbúnir að mæta mér, því þegar sá fremsti gerði sig til og ætlaði að ýta mér frá, fékk hann því miður olnbogaskot í rifjabúrið. Og ég labbaði í burtu með bros á vor.

Nokkra daga eftir barst mér pakki frá Íslandi. Og í honum var að finna meðal annars, buxur, leik, nammi, dvd og bréf. Ég var agalega glaður að fá hann í hendurnar, ég meina, það er alltaf gaman að fá eitthvað! Ég vil þakka mömmu, pabba, og Stimma litla fyrir þennan yndislega pakka!

OG! síðan má ekki gleyma! Tilhamingju med afmaelid elsku afi.

Stefnir Aegir

No comments:

Post a Comment