Monday, August 27, 2012

Herra Fuji


Góðan daginn öllsömul.

Það hefur ýmislegt gengið á núna hérna í Japan, enda engin skóli til að trufla mig hehe :D Ég hef meðal annars klifrað Mt.Fuji, stundað karate mjög mikið, heimsótt hóst frænkur og ömmur og ýmislegt annað. En það er nú samt ýmislegt sem ég á eftir, t.d. fer ég með hóst pabba mínum að horfa á feita kalla í brók glíma laugardaginn klukkan 8 um morgunin, síðan eftir það er ég að fara að bera færanlegt klaustur í 4 tíma, en það er mjög merkilegt. Þetta er svona hátíð og þá bera þeir klaustur.... japanskt eitthvað.. Hlakka nú samt ótrúlega til, því að þetta er spes japanskt og vonandi næ ég að taka eitthvað af myndum handa ykkur ;)

Og ég var víst að eignast lítinn hóst bróðir á Íslandi sem býr núna í herberginu mínu :D Ég óska honum vellíðunar í frjálsu landi (miðað við Japan).

Áður en við keyrðum að Mt.Fuji, skelltum við okkur í heimsókn til frænku og ömmu. Þær voru hressar og ausuðu í mig mat, þurftu að rúlla mér um í húsinu, sem er synd, vegna þess að amma er gömul kona. Við vorum þarna öll, ég, fóstur mamma, fóstur bróðir og fóstur pabbi. Það var gaman, en ég las mikið í bók og talaði mikið við þau. Japanskan er öll að koma. Gerðum í raun ekkert merkilegt, fyrir utan það að fara í búð að kaupa inn og svona. En síðan á þriðja deginum var eldflauga partý í bænum. Svo ég og fósturbróðir minn fórum að kíkja á eldflaugana og þeir voru ótrúlega flottir! Miklu stærri en gerist á Íslandi. Þetta er eins og að bera saman vel eldað lambalæri með grænum baunum, brúnni sósu og sykruðum kartöflum við nýlagðan hundaskít. Með allri virðingu fyrir hundaskít.

Daginn eftir vöknuðum við klukkan 8, borðuðum morgunmat og tókum okkur til. Lögðum af stað til Fuji klukkan 9:30. Ég las Svartur á leik á meðan og náði næstum því að klára hana áður en við komum að fjallinu, sem var synd, útskýring kemur seinna.  Við vorum að keyra upp stöðirnar þegar við þurftum allt í einu að stoppa, "ó nei" sagði fóstur bróðir minn og ég leit upp úr bókinni og sá heljarinnar lengju af bílum. Ég held að við biðum í 3 klukkutíma bara í þessari bílalengju. Hann var nú samt með dvd tæki og ég horfði á "Rise of the planet of apes", afskaplega fín mynd. Kláraði hana, og kláraði síðan bókina. Og þá loksins (hehe ;)) lagði hann bílnum á fimmtu stöð, en bílar og rútur komast ekki lengra. Það er í cirka 2300 metra hæð, eða þar um bil. Við fengum okkur að borða þarna, körrí með cutlas, ágætt á bragðið, en það var samt ekki jafn gott og þegar fósturmamma mín gerir það.
Eftir matinn ákvað ég að skoða mig aðeins um og skoða hvernig minjagripi er hægt að kaupa, það var meðal annars vatn frá Fuji, og alls konar skrítnir hlutir, en það skrítnasta sem hægt var að kaupa þá var, loft. Já, bara venjulegt loft í flösku, og það var mjög dýrt. Ég gat ekki gert annað en hlegið og labbað í burtu með kjánahroll.
Loftið þarna var ótrúlega hreint og kælt, allt annað en Tókíó loftið. Það var ekki rakt þarna, sem var skemmtileg tilbreyting!
Við byrjuðum að klifra klukkan 5, eftir að hafa hvílt okkur aðeins í bílnum. Ég var klæddur stuttbuxum og bol og það var geðveikt. Var í hlaupaskóm og var pínu smeykur, en það gekk ótrúlega vel. Þó ég hefði getað, hefði ég ekki viljað skipta um skó. Léttir og þægilegir þegar maður labbar upp á við, fimir og góðir þegar maður þarf að hoppa í grjótinu og svoleiðis.
Gangan upp á við gekk ótrúlega vel og ég var hissa á því hvað þetta var létt!
Það var GEÐVEIKT veður allan tíman! Ég var gríðarlega heppinn! Það var hægt að sjá Tókíó allan tíman og það er mjög sjaldgæft. Við stoppuðum oft og hvíldum okkur og átum osenbe og snickers og drukkum íþróttadrykki. Fósturbróðir minn sagði mér oft að hægja ferðina því að okkur gekk svo vel að klifra og við vorum langt á undan áætlun. En ætlunin er að sjá sólarupprás frá Fuji. Við lögðum af stað klukkan 5 að kvöldi til og komum á toppinn um miðnætti og biðum eftir sólarupprás. Í cirka 3300 m hæð klæddi ég mig í lopapeysuna sem hún amma mín gaf mér, "Takk amma mín, hún kom sér af afskaplega góðum notum".
Á leiðinni upp var mikið af fólki með brúsa fullum af súrefni, því að þau voru greinilega að fá of lítið súrefni, ég fann þó ekki mikinn mun á loftinu þarna, fyrir utan það að það minnti mig mjög mikið á íslenskt loft! Það var meiri að segja einn kauði sem var að klifra upp fjallið í skólabúningnum sínum,,, vitleysingar!
Ég þurfti að fara á klósettið og borgaði heil 200 yen fyrir klósett ferðina, sem hefði verið í góðu lagi ef klósettið hefði ekki verið eins og svínastía með hlandlykt í! Ég kom mér fyrir við pissuskálinni og þá labbaði kona framhjá mér, þetta var unisex klósett. Djöfulsins vitleysa.

Við náðum toppnum og þar var sko kalt. En uppi á toppnum get ég ekki sagt að ég hafi verið beinlínis hissa, en mér kom skemmtilega á óvart þegar ég sá tvo drykkjar sjálfsala á toppnum.
Nóttin var lengi að líða og það var ótrúlega kalt. Við vorum samt með langbestu sætin og það var vel þess virði. Við hliðin á mér sat drengur á tvítugsaldri frá Noreg og stelpa á sama aldri frá Frakklandi. VIð töluðum heillengi saman og það var gaman að tala við þau.
Sólarupprásin var ótrúlega falleg, svo falleg meiri að segja að sumir kallarnir fyrir aftan okkur byrjuðu að gráta, og konurnar þeirra byrjuðu að hugga þá...Kommon! Það er sólarupprás á hverjum degi!
Gangan niður var erfiðari en gangan upp, hnéin á mér fengu skrítna tilfinningu eftir smá tíma. Ég klæddi mig fljótlega úr lopapeysunni og buxunum, því það var svo heitt.
Við keyrðum síðan í burtu og stefndum beint á onsen! En það er eins og heitir pottar.
Það var ótrúlega gott að fara í heitapottana eftir þessa reynslu. Fór í gufubað, ísbað og síðan eldheita potta og allskonar! Geðveikt!
Fengum okkur að borða eftir á, sem var ótrúlega gott, því við vorum bara búnir að borða kex og snickers og svona í 24 tíma, og þá var svengdind farin að segja til sín!
Ég steinsofnaði á leiðinni hein og rumskaði ekki! Aumingja fóstur bróðir minn keyrði alla leiðina heim, dauðþreyttur. En heima kom okkur skemmtilega ó óvart þegar það var pizza í matinn, sem gerist jafn sjaldan og pávinn stundar kynlíf.
Pizzan var gómsæt og ég var þreyttur eftir þetta ævintýri, svo ég fór að sofa, þá var klukkan 9 og svaf í góða 10 klukkutíma.

Þetta var æðislegt alveg hreint! Hefði ekki getað verið ánægðari með þessa reynslu!

Stefnir Ægir

Ps. Meira bráðum, veit nú samt ekki hvenær. Kannski eftir 2 vikur, sjáum til!

2 comments:

 1. snilldar blogg hjá þér Stefnir. Þetta hefur verið stórkostleg upplifun að labba upp á þetta fjall.

  Finnst eins og AFS ferðin hafi ekki alveg verið eins skemmtileg ;). Vel hægt að lesa á milli línanna hversu "barnalega" strangir sjálboðaliðarnir hafa verið. En þetta er reynsla og hefur ábyggilega kennt þér margt. Allt sem við tökumst á við bæði jákvætt og neikvætt er mikilvægt fyrir framtíðina.

  Gangi þér vel minn kæri drengur og við hér heima erum að reyna að kynnast nýja fóstur bróður þínum. Gengur ekki of vel þar sem hann talar "enga" ensku og segir bara já við öllu ;)Er samt viss um að þetta komi allt saman. Hann vill svo vel og er svo kurteis.

  knús frá okkur mamma og pabbi

  ReplyDelete
 2. Ég er svo öfundsjúk, mig langar að ganga á Mt. Fuji!
  En ótrúlega fínt blogg hjá þér, ætlar minn að leggja þetta fyrir sig? :*

  ReplyDelete